Um safnið

Fuglasafn Sigurgeirs …

… var opnað 17. ágúst 2008 og er það eitt flottasta náttúrugripasafn landsins, það vantar aðeins 1 fugl til að eiga alla Íslenska varpfugla, en það er haförn, sem við erum með í láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarstofu.

Fuglasafnið er lokað í desember 2024

Opnunartímar

15.-31. maí
14:00 til 16:00 alla daga

1. júní til 31. ágúst
kl. 12:00 til 17:00 alla daga

1. sept til 31. október
kl. 14:00 til 16:00 alla daga

1. nóvember til 14. maí
kl. 14:00 til 16:00 alla daga

Verðskrá

Fullorðnir – 2.400 kr

Börn 7 – 14 ára – 1.400 kr

Börn 0 – 6 ára – Frítt

Lífeyrisþegar – 1.400 kr

Hópar (10 eða fl.) – 2.000 kr

Mývatn og Laxá er þekkt fyrir ríkulegt og fjölbreytt fuglalíf, sérstaklega er þar mikið af öndum og öðrum vatnafuglum.  Þar verpa 14 andategundir, sem er einsdæmi á Norðurhveli jarðar.  Þéttleikinn er mikill og tegundasamsetningin sérstæð.

Hægt er að skoða fugla við vatnið árið um kring.  Á veturna eru stórar vakir þar sem álftir, húsendur, gulendur og stokkendur halda sig.  Farfuglarnir fara að koma í apríl.  Skemmtilegasti tíminn við vatnið er maí og júní, en mikið er þó um að vera allt sumarið.

Styrktaraðilar

Fuglasafn Sigurgeirs á sér marga sterka bakhjarla

Við erum hér

Ytri-Neslöndum, 660 Mývatni

Fuglasafn Sigurgeirs