Veitingasalurinn

Við reynum að stíla inn á þjóðlegu nóturnar með veitingarnar.

Veitingasalurinn er bjartur og skemmtilegur, með frábært útsýni yfir vatnið. Það er mjög mikið fuglalíf rétt fyrir utan gluggan og gaman að horfa á. Svo er einnig hægt að njóta veðurblíðunnar og sitja úti og njóta hinnar frábæru náttúru.

Það komast 20 manns í sæti inni og aðrir 20 úti.

 

Kaffi

 

 

 

Kaffi

Uppáhellt kaffi Expresso Kaffi latte Kapuchino

Uppáhellt kaffi, þetta gamla góða

Expresso fyrir þá sem vilja hafa það sterkt og gott

Kaffi latte fyrir þá sem njóta þess að drekka gott kaffi

Kapuchino fyrir þá sem drekka kaffið með innlifun

Upp aftur

 

Súpa

Súpuna er hægt að fá í hádeginu alla árið um kring. Ef hún er ekki til tekur einungis 20 mínútur að búa hana til.

Sveppasúpan er rjómalöguð og með mikið af sveppum.

Upp aftur

Brauð

Rúgbrauð Flatbrauð Vöflur Kleinur Peruterta

Rúgbrauð með reyktum silungi

 

 

 

Hverabakað rúgbrauð með reyktum silungi


Mývetningar hafa þróað aðferð til að baka brauð í hverunum í Bjarnaflagi. Rúgbrauðið sem við bjóðum upp á er afrakstur þessarar þróunar. Það er farið á hverjum morgni og deigið sett í hverinn, svo bakast það í 24 klst og úr verður einstaklega gott og heilsusamt rúgbrauð. Silungur hefur verið veiddur og reyktur á hverjum bæ í Mývatnssveit í aldaraðir. Reyktur silungur nefnist saltreyð. Silungurinn er fyrst flattur þannig að flökin hanga saman á stirtlu og kvið. Síðan er hann stráður salti og látin liggja í sólarhring. Þá eru hann hengdur á rá þannig að holdið snýr út og reyktur við tað í reykhúsi.
Við notum okkur þessar hefðir og fáum silung hjá þeim til að bjóða ykkur ofan á nýbakað rúgbrauðið.

Seytt rúgbrauð , sem algengt er hérlendis, er stundum bakað úr rúgmjöli, vatni og salti eingöngu en einnig er oft í því sykur eða síróp, ger og stundum hveiti, auk rúgmjölsins. Deigið er sett í lokað ílát, jafnvel mjólkurfernu, sem aftur er sett í stærra ílát með vatni sem nær a.m.k. upp á miðjar hliðar og síðan hægsoðið í vel lokuðum potti eða ofni í margar klukkustundir og gjarna yfir nótt.
 Annars er mjög misjafnt eftir uppskriftum hve tíminn er langur, allt frá 1½ og upp í 19 klukkustundir, en þá er ofnhitinn e.t.v. aðeins 100 gráður (hverabrauð er bakað í allt að sólarhring). Almennt má segja að því lengri sem tíminn er og hitinn lægri, þeim mun betur seyðist brauðið og verður dekkra og bragðmeira.

Upp aftur

Flatbrauð með hangikjöti

 

 

 

Flatbrauð með hangikjöti


Það eru húsmæður í Mývatnssveit sem baka flatbrauðið og sjá til þess að það er alltaf ferskt og nýtt.
Hangikjötið fáum við hjá bændum úr Mývatnssveit. Kjötið er taðreykt og með beini. Taðið kemur frá býlunum sjálfum.  Við taðvinnsluna er lögð áhersla á góð og vönduð vinnubrögð og er það verkað samkvæmt gömlum hefðum, látið veðrast vel, þurrkað, hreykt og staflað í stæður. 

Flatbrauð er áreiðanlega elsta brauðtegundin sem menn komust upp á að baka, því í það þarf ekki ger eða önnur lyftiefni. Kökurnar voru oft bakaðar á glóð eða heitum steinum en í dag oftast á heitri eldavélarhellu.  Íslenskt flatbrauð eða flatkökur eru þunnar, kringlóttar kökur, borðaðar með smjöri og áleggi, oft hangikjöti.
Áður fyrr var flatbrauð bakað á heitri glóð, snúið við nokkrum sinnum og askan skafin af með hníf. Kökurnar voru gjarna nokkru þykkari en nú tíðkast og brauðmót, útskorið úr tré, var oft lagt ofan á kökurnar meðan þær voru enn heitar til að fá í þær mynstur. Sumstaðar voru bakaðar sérlega þykkar kökur á sumardaginn fyrsta og kölluðust þær sumarkökur eða hlemmsur.

  Íslenskar flatkökur voru áður fyrr eingöngu bakaðar úr rúgmjöli og vatni og stundum söxuðum fjallagrösum til drýginda en seinna var farið að blanda rúgmjölið með heilhveiti en nú er oft ekkert rúgmjöl í flatkökum. Kökurnar má baka á heitri eldavélarhellu en einnig mætti nota járnplötu sem lögð er t.d. á vel heitt útigrill.

Upp aftur

Nýbökuð vaffla

 

 

 

Nýbakaðar vöfflur með heimagerðri rabbabarasultu og rjóma


Vöfflurnar bökum við á staðnum eftir uppskrift frá ömmu. Rabbabarasultan er gerð af heimamönnum úr rabbabara sem vex í bakgarðinum. Uppskriftin af sultunni er einnig frá ömmu enda besta sulta í heimi. Rjómin kemur svo bara úr Íslensku kúnum.

Upp aftur

Kleinur


Kleinur hafa verið bakaðar í sveitinni svo lengi sem elstu menn muna. Enn nýtum við okkur áralanga reynslu forfeðrana og notum uppskriftina hennar ömmu, hún gerði bestu kleinur í heimi eins og svo margt annað.

Upp aftur

Súkkulaði terta

 

 

 

Súkkulaðiterta


Dísæt og góð súkkulaðiterta. Uppáhald flestra. Framreidd með rjóma svo áhrifin eru nánast fullkominn. Til að finna góða uppskrift af súkulaðitertunni þurftum við því að fara framar í tíma og leituðum við til mömmu sem hefur alltaf bakað bestu súkkulaðitertuna.

Upp aftur

Peruterta

 

 

 

Peruterta


Það eru húsmæður í Mývatnssveit sem baka perutertuna en heit peruterta með rjóma er algjört lostæti. Perutertan er nýrri og nútímalegri en það sem að ofan er talið og kunni amma ekki að baka hana. Til að finna góða uppskrift af perutertu þurftum við því að fara framar í tíma og leituðum við til mömmu sem hefur alltaf bakað bestu perutertuna.

Upp aftur

Drykkir

Til viðbótar við kaffið höfum við mikið úrval annarra drykkja, t.d. kakó, gos, svala, bjór, léttvín, bæði rautt og hvítt og sterkt vín svo sem wisky og coniak

Upp aftur

Nammi

 

 

 

Annað

Getum tekið litla hópa í sérmeðferð ef óskað er. T.d. útbúið grillveislu á kvöldin, haft veislukaffi fyrir afmælið ofl. Tilvalið fyrir lítla hópa, fyrirtæki, klúbba, fjölskyldur ofl. Ekki hika við að hafa samband og koma með ykkar tillögu á því hvað þið viljið gera og við reynum að mæta því.

Upp aftur

Fuglasafn Sigurgeirs ses, Ytri-Neslöndum, 660 Mývatn, kennitala: 521107-0300,
Sími 464 4477, tölvupóstur fuglasafn(hjá)fuglasafn.is