Flatbrauð með hangikjöti
Það eru húsmæður í Mývatnssveit sem baka flatbrauðið og sjá til þess að það er alltaf ferskt og nýtt. Hangikjötið fáum við hjá bændum úr Mývatnssveit. Kjötið er taðreykt og með beini. Taðið kemur frá býlunum sjálfum. Við taðvinnsluna er lögð áhersla á góð og vönduð vinnubrögð og er það verkað samkvæmt gömlum hefðum, látið veðrast vel, þurrkað, hreykt og staflað í stæður.